Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Víðir sigraði Þrótt í Mjólkurbikarnum
Mánudagur 23. apríl 2018 kl. 09:46

Víðir sigraði Þrótt í Mjólkurbikarnum

- Þróttarar slá grasið sitt í annað sinn í ár

Víðir og Þróttur Vogum mættust í Mjólkurbikarnum sl. föstudag og endaði leikurinn 1-2 fyrir Víði og er liðið því komið í 32 liða úrslit bikarsins en leikurinn var jafn og skemmtilegur.

Markaskorarar leiksins:
0-1 Patrik Snær Atlason (14')
0-2 Ari Steinn Guðmundsson (65')
1-2 Jordan Chase Tyler (75')

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þróttarar eru óðum að undirbúa sumarið og hafa nú þegar slegið völlinn sinn tvisvar sinnum í ár en á honum fara fram um fimmtíu leikir í sumar. Hér fyrir neðan má sjá færsluna frá Þrótti Vogum á Facebook.

Völlurinn var sleginn í annað sinn á þessum fallega sunnudegi.

Á þessum velli fara fram í kringum 50. leikir í sumar og æfingar nálægt öðru hundraði.

Veðurfarið hefur verið hagstætt eins og sjá má. Það eru þrjár vikur á milli mynda.

Því er mikilvægt að hugsa vel um völlinn.

Á næstu dögum verður skiltadagur þar sem sett verða auglýsingaskiltin fyrir sumarið.

Leikmannakynning fer fram 30. apríl nk. Þar munu leikmenn og þjálfari kynna sig og fiskisúpa að hætti kokksins verður í boði fyrir alla.

Æfingaleikur á móti KH föstudaginn 27. apríl. Knattspyrnudagur fyrir stelpur verður í maí og einnig knattspyrnudagur tileinkaður heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Sjáumst hress á vellinum í sumar hvort sem þú ert leikmaður Þróttar, yngri iðkandi, dómari, andstæðingur, Vogabúi, brottfluttur, Þróttari, foreldri, eða eitthvað annað.

Það á öllum að líða vel þar sem hjarta félagsins slær alla daga.