Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Víðir semur við Tonci Radovnikovic
Sunnudagur 18. febrúar 2018 kl. 06:00

Víðir semur við Tonci Radovnikovic

Víðir Garði hefur samið við króatíska leikmanninn Tonci Radovnikovic og mun hann leika með þeim í 2. deildinni í sumar. Tonci lék í Pepsi-deildinni með Fylki 2015 og 2016 og hefur einnig leikið með króatíska liðinu NK Solin og nú síðast NK Val.

Knattspyrnufélagið tilkynnti þetta á fésbókarsíðu sinni:
„Knattspyrnufélagið Víðir hefur náð samkomulagi við króatíska miðvörðinn Tonci Radovnikovic. Tonci er mjög svo kunnugur Íslandi en hann spilaði 48 leiki með Fylkir í Pepsi-deildinni tímabilið 2015 og 2016 og skorað í þeim 4 mörk. Tonci hefur spilað í næstu efstu deild í Króatíu með liðinu NK Solin og nú síðast NK Val. Tonci er 29 ára og er væntanlegur til landsins í næstu viku.Frábærar fréttir fyrir félagið og bjartir tímar framundan.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024