Víðir semur við átta leikmenn
Fjórir leikmenn Víðis í Garði hafa framlengt samninga sína við knattspyrnufélagið og hafa þeir Arnór Smári Friðriksson, Dejan Stamenkovic, Milan Tasic og Aleksandar Stojkovic skrifað undir hjá félaginu.
Arnór Smári átti frábært tímabil síðastliðið sumar en hann er 21 ára gamall bakvörður og var valinn efnilegasti leikmaður Víðis árið 2017. Arnór spilaði 22 leiki með liðinu í sumar en hann kom í til félagsins í fyrra.
Dejan Stamenkovic er 27 ára kantmaður. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins 2017 af leikmönnum og þjálfurum. Hann hefur spilað 44 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 5 mörk. Hann er að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu.
Hinn 29 ára gamli Milan Tasic framherji/kantmaður er að hefja sitt fimmta tímabil á Íslandi og fjórða með Víði. Milan lenti í erfiðum meiðslum i upphafi sumars þegar hann sleit liðþófa en kom sterkur til baka. Milan hefur spilað 37 leiki fyrir Víði og skorað í þeim 18 mörk.
Aleksandar Stojkovic miðjumaður/framherji er 30 ára og hefur spilað 51 leiki fyrir Víði og skorað í þeim 26 mörk. Aleksandar var valinn besti leikmaður ársins 2016, en hann er að hefja sitt fjórða tímabil með Víði líkt og Milan og Dejan.
Fjórir leikmenn til viðbótar hafa framlengt samninga sína við félagið en það eru þeir Björn Bergmann Vilhjálmsson, Pawel Grudzinski, Eyþór Guðjónsson og Patrekur Örn Friðriksson.