Víðir og Þróttur töpuðu bæði
Víðismenn í Garði töpuðu 2-3 fyrir Kára á Nesfisksvellinum í Garði í gær og á sama tíma tapaði Þróttur úr Vogum fyrir Vestra á Ísafirði 2-0.
Staðan í Garðinum var 1-1 í hálfleik. Kári bætti við tveimur mörkum undir lok leiksins.
Síðasta umferð 2. deildar fer fram laugardaginn 22. september. Þróttarar fá Fjarðarbyggð í heimsókn. Víðir heimsækir Leikni F. Bæði Suðurnesjaliðin eru á lygnum sjó í deildinni, Þróttur í 6. og Víðir í 8. sæti.