Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víðir og Þróttarar töpuðu á dramatískan hátt í 2. deildinni
Mánudagur 9. júlí 2018 kl. 20:13

Víðir og Þróttarar töpuðu á dramatískan hátt í 2. deildinni

— Reynir á leið í úrslitakeppni 4. deildar

Kári vann drama­tísk­an 3:2 sig­ur á Víði í Akra­nes­höll­inni í fyrsta leik tí­undu um­ferðar 2. deild­ar karla í fót­bolta.
 
Jón Tóm­as Rún­ars­son kom Víði yfir á sjöttu mín­útu og Páll Sindri Ein­ars­son jafnaði á 19. mín­útu og var staðan í leik­hléi 1:1. 
 
Andri Júlí­us­son kom Kára yfir með marki úr víta­spyrnu á 79. mín­útu áður en nafni hans Andri Gísla­son jafnaði fyr­ir Víði á 84. mín­útu. Andri Júlí­us­son var hins veg­ar ekki hætt­ur því hann skoraði sig­ur­mark Kára á 89. mín­útu. Víðismenn eru komnir í fallsæti. 
 
Þrótti Vog­um mistókst að komast annað sæti, þar sem liðið tapaði fyr­ir Vestra á heima­velli, 1:0. James Mack skoraði sig­ur­markið á 82. mín­útu og sá til þess að Vestri fór upp í fimmta sæti. 
 
Reynir Sandgerði eru að gera það gott í 4. deild karla. Með örugga forystu í B-riðli eftir sannfærandi 0-3 sigur á Elliða. Mörk Reynismanna skoruðu Guðmundur Gísli Guðmundsson og Magnús Mattíasson með tvö mörk. 
 
Næstu leikir: 
 
Mídas-Reynir Sandgerði miðvikudaginn 11. júlí

Víðir-Leiknir F laugardaginn 14. júlí

Fjarðarbyggð-Þróttur laugardaginn 14. júlí
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024