Víðir og Þróttarar töpuðu á dramatískan hátt í 2. deildinni
— Reynir á leið í úrslitakeppni 4. deildar
Kári vann dramatískan 3:2 sigur á Víði í Akraneshöllinni í fyrsta leik tíundu umferðar 2. deildar karla í fótbolta.
Jón Tómas Rúnarsson kom Víði yfir á sjöttu mínútu og Páll Sindri Einarsson jafnaði á 19. mínútu og var staðan í leikhléi 1:1.
Andri Júlíusson kom Kára yfir með marki úr vítaspyrnu á 79. mínútu áður en nafni hans Andri Gíslason jafnaði fyrir Víði á 84. mínútu. Andri Júlíusson var hins vegar ekki hættur því hann skoraði sigurmark Kára á 89. mínútu. Víðismenn eru komnir í fallsæti.
Þrótti Vogum mistókst að komast annað sæti, þar sem liðið tapaði fyrir Vestra á heimavelli, 1:0. James Mack skoraði sigurmarkið á 82. mínútu og sá til þess að Vestri fór upp í fimmta sæti.
Reynir Sandgerði eru að gera það gott í 4. deild karla. Með örugga forystu í B-riðli eftir sannfærandi 0-3 sigur á Elliða. Mörk Reynismanna skoruðu Guðmundur Gísli Guðmundsson og Magnús Mattíasson með tvö mörk.
Næstu leikir:
Mídas-Reynir Sandgerði miðvikudaginn 11. júlí
Víðir-Leiknir F laugardaginn 14. júlí
Fjarðarbyggð-Þróttur laugardaginn 14. júlí