Víðir mætir KFK í undanúrslitum Fótbolti.net-bikarsins
Í hádeginu var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum Fótbolti.net-bikarsins. Víðismenn, sem unnu góðan sigur á 2. deildarliði Völsungs í átta liða úrslitum, fengu heimaleik gegn KFK sem hefur vakið athygli fyrir árangur í bikarkeppninni en KFK leikur í 4. deild.
Í hinum leiknum mætast KFA og KFG sem bæði eru í 2. deild. Leikur Víðis og KFK fer fram á Nesfiskvellinum eftir að deildarkeppninni lýkur í haust, þann 23. september.