Víðir leikur gegn Álftanesi í kvöld
Leikið á Bessastaðavelli kl. 20:00
Víðismenn leika annan leik sinn í 3. deild karla í kvöld er liðið sækir Álftanes heim á Bessastaðavöll.
Víðir tapaði fyrsta leik sinum í deildinni um síðustu helgi þegar liðið var rassskellt af liði Kára á Akranesi 5-0.
Álftanes tapaði einnig fyrsta leik sínum í deildinni og má því reikna með því að bæði lið munu selja sig dýrt þegar liðin slást um að landa sínum fyrstu stigum í deildinni.
Leikurinn hefst kl. 20