Víðir lagði Víking Ólafsvík í æfingaleik
Víðismenn eru staddir erlendis eins og svo mörg önnur knattspyrnulið um þessar mundir en nú kappkosta flestir við að leggja lokahönd á plóg á undirbúningstímabilinu áður en deildirnar hefjast. Víðir mætti Víking frá Ólafsvík á Spáni í gær þar sem Víðismenn höfðu 4-3 sigur.
Þeir Mladen Jankovic, Atli Rúnar Hólmbergsson, Slavisa Mitic og Björn Bergmann Vilhjálmsson gerðu mörk Víðis í leiknum.
Heimild: www.fotbolti.net