Viðir jafnaði á lokamínútunni
	Víðir og Völsungur skildu jöfn 3:3 í annari deild karla á Húsavík um helgina. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og eftir 24 mínútur voru þeir komnir í 2:0. Elvar Baldvinsson gerði fyrsta markið og Ásgeir Kristjánsson bætti við. Víðismenn gáfust ekki upp. Aleksandar Stojkovic minnkaði muninn fyrir leikhlé og Trausti Marel Guðmundsson jafnaði síðan í upphafi seinni hálfleiks, staðan orðin jöfn. Guðmundur Óli Steingrímsson kom Völsungi aftur yfir, en þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Helgi Þór Jónsson. 
	
	Lokatölur 3-3 í fjörugum leik á Húsavík. Víðir er með átta sig í fimmta  sæti í annari deild. 
Mynd af facebook síðu Viðis
Á facebook síðunni er einnig hægt að sjá myndband sem sýnir mörkin í leiknum

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				