Víðir Íslandsmeistarar í Futsal
Víðir eignaðist sínu fyrstu Íslandmeistara í yngriflokkum um helgina. Úrslitakeppni í futsal eða Íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu hjá 5.flokki kvenna lauk síðustu helgi og fóru úrslitin fram í íþróttamiðstöðinni i Garðinum.
Breiðablik, Fylkir, Hvöt, Haukar og Skagamenn og Víðir áttu lið í úrslitunum en Skagamenn mættu ekki með sitt lið.
Víðisstúlkur eru með hörkulið í þessum aldursflokki því þær unnu alla sína leiki og enduðu mótið með markatöluna 8 - 1. Fengu aðeins á sig eitt mark í öllum mótinu.
Yngriflokkalið frá Víði hefur aðeins einu sinni áður unnið Íslandsmeistaratitil, en þá sem hluti af sameiginlegu liði Reynis, Víðis og Grindavíkur.
Er þetta því í fyrsta sinn sem yngriflokkalið frá Víði vinnur Íslandsmeistaratitil eitt og sér.