Víðir fær KFS í heimsókn í 3. deildinni
Víðismenn þurfa á sigri að halda
Í dag mæta Víðismenn KFS á Nesfiskvellinum í Garði og þurfa heimamenn á sigri að halda til að hefja upprisu sína frá botni deildarinnar. KFS er sem stendur í 5. sæti með 9 stig og með sigri geta þeir komist í hóp þriggja efstu liða í deildinni. Það er því mikið að veði fyrir bæði lið.
Víðismenn í Garði hafa átt erfitt uppdráttar í 3. deildinni og hafa aðeins nælt í 2 stig í fyrstu fimm umferðum mótsins, eru með slökustu markatöluna í deildinni (-10) í 9. og næstsíðasta sæti.
Leikurinn hefst kl. 14.