Víðir byrjar af krafti
Víðismenn leiddu leikinn 2:0 í hálfleik og sigruðu að lokum 4:1
Víðir vann Hött frá Egilsstöðum 4:1 á Nesfiskvellinum í Garðinum í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Víðis á Íslandsmóti karla í 2. deildinni í knattspyrnu í sumar. Víðir hefur verið að gera býsna góða hluti á undirbúningstímabilinu og byrjar deildina af krafti. Víðismenn leiddu leikinn 2:0 í hálfleik og sigruðu að lokum 4:1. Það voru þeir Róbert Örn Ólafsson, Jón Gunnar Sæmundsson, Helgi Þór Jónsson og Alexander Bjarki Rúnarsson skoruðu mörk heimamanna.
Ljósmyndin er af facebook síðu Víðis. Þar er hægt að sjá flott myndasafn úr leiknum.