Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Víði spáð níunda sæti
Föstudagur 27. apríl 2018 kl. 06:00

Víði spáð níunda sæti

Knattspyrnuliðinu Víðir Garði er spáð níunda sæti af Fótbolta.net í annari deildinni í knattspyrnu. Litlu munaði að Víðir kæmist upp í Inkasso-deildina í fyrra en töp í þremur af fjórum síðustu leikjum þeirra varð til þess að þeir héldu áfram í annari deildinni. Guðjón Árni Antoníusson hefur þjálfað liðið frá því á miðju tímabili í fyrra en Guðjón er fæddur og uppalinn í Garðinum og er hann talinn hafa góð áhrif á liðið ásamt því að vera efnilegur þjálfari.

Styrkleikar liðsins eru taldir vera þeir að liðið hefur bætt við sig nokkrum góðum leikmönnum en ásamt því hafa komið lánsmenn frá Njarðvík og Keflavík, varnarmaðurinn Tonci Radonikovic er einnig kominn til liðsins en hann lék 42 leiki í Pepsi- deildinni 2015 og 2016.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veikleiki liðsins er talinn vera varnarleikurinn og einnig það að mikil leikmannavelta sé búin að vera hjá liðinu, lykilmenn liðsins eru sagðir vera Tonci Radonikovic, Patrik Snær Atlason og Róbert Örn Ólafsson.

Guðjón segir í samtali við fótbolti.net að þessi spá komi sér bæði og á óvart og að deildin virðist vera jöfn í ár. „Markmiðin eru að sjálfsögðu bæta og þroska unga óreynda leikmenn okkar með því að ná í úrslit sem gefa okkur færi á að berjast við bestu liðin", segir Guðjón.

Komnir:
Ari Steinn Guðmundsson frá Keflavík (á láni)
Ási Þórhallsson frá Keflavík
Andri Gíslason frá ÍH
Brynjar Atli Bragason frá Njarðvík (á láni)
Brynjar Bergmann Björnsson frá Keflavík
Dejan Stamenkovic frá Serbíu
Eiður Snær Unnarsson frá Keflavík
Einar Þór Kjartansson frá Reyni S.
Emil Gluhalic frá Reyni S.
Erik Oliversson frá Keflavík
Fannar Orri Sævarsson frá Keflavík (á láni)
Nathan Ward frá GG
Sigurður Þór Hallgrímsson frá GG
Tonci Radonikovic frá Króatíu


Farnir:
Aleksandar Stojkovic í Fjarðabyggð
Breki Einarsson í Þrótt R. (var á láni)
Daníel Bergmann Róbertsson í Reyni S.
Eðvarð Atli Bjarnason í Þrótt V.
Einar Daníelsson í Ísbjörninn
Guðmundur Marinó Jónsson í Reyni S.
Helgi Þór Jónsson í Njarðvík
Magnús Þórir Matthíasson í Reyni S.
Ólafur Jón Jónsson í Reyni S.
Piotr Bujak í Þrótt V. (var á láni)
Sigurður Hallgrímsson í GG
Tómas Jónsson í GG
Unnar Már Unnarsson í Njarðvík
Þröstur I. Smárason í Njarðvík (var á láni)

Víðir leikur sinn fyrsta leik gegn Hetti þann 5. maí á Fellavelli á Egilsstöðum.