Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Video: Sigurður skrifar undir hjá Njarðvík
Fimmtudagur 8. október 2009 kl. 10:50

Video: Sigurður skrifar undir hjá Njarðvík

Sigurður Ingimundarson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks UMFN. Náðst hefur samningur við Sigurð Ingimundarson um að hann taki við þjálfun meistaraflokks UMFN og er samningurinn til tveggja ára. Sigurður Ingimundarson og Jón Guðlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, undirrituðu samninginn í gær í Sparisjóðnum í Njarðvík en Sparisjóðurinn er aðalstyrktaraðili Körfuknattleiksdeildar UMFN.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Við þetta tækifæri tók Sjónvarp Víkurfrétta [SVF] viðtal við Sigurð Ingimundarson um ástæður þess að hann ákvað að gerast þjálfari Njarðvíkur og hvers vegna hann sagði upp störfum sem þjálfari Solna í Svíþjóð. Sjá viðtalið við Sigurð í meðfylgjandi myndskeiði.