Video: Ótrúleg lokakarfa Sverris
Sverrir Þór Sverrisson átti ótrúlega lokakörfu í leik Keflavíkur og Grindavíkur í körfuknattleik gærkvöldsins. Myndatökumaður Víkurfrétta náði körfunni á myndband af hliðarlínunni og má sjá það í meðfylgjandi myndbandi, ásamt umfjöllun um leikinn.
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 22 stig fyrir Keflavík í jöfnu Keflavíkurliði í leik gegn Grindavík í IcelandExpress-deild karla í körfubolta í Keflavík í gærkvöldi.
„Þetta eru hörkulið og þetta var hörku leikur. Við erum með hörkulið og þeir eru það líka. Það er enginn að fara segja okkur annað en við séum í baráttu um alla titla í vetur,“ sagði Hörður Axel í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn.
Hörður varði skot á úrslitastundu undir lok leiksins.
„Já, þetta skipti sköpum. Hann var kominn einn undir körfuna og það var ljúft þegar maður sá að það var ekki dæmd á þetta villa.
- Hvað husaðir þú áður en þú fórst upp í boltann?
„Ég ætlaði bara ekki að leyfa honum að skora. Þegar ég var búinn að blokka hjá honum skotið, þá hugsaði ég að við værum komnir með þetta“.
- Hélstu jafnvel að þetta væri villa?
„Nei, ég kom ekki við hann. Maður veit þó aldrei hvort það sé dæmt“.
- Ykkur Keflvíkingum gengur vel.
„Já, það eru allir að stíga upp, hver einn og einasti, bæði vararlega og sóknarlega og það er það sem skiptir máli. Það geta nánast allir í liðinu okkar skorað. Við erum tveir hérna í kvöld í liðinu með yfir 20 stig og í síðasta leik voru aðrir í miklu stigaskori og það er það sem skiptir máli að vera með mikla breidd“.