Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Video og ljósmyndasafn frá leik Keflavíkur og FH hér á vf.is
Þriðjudagur 12. maí 2009 kl. 14:35

Video og ljósmyndasafn frá leik Keflavíkur og FH hér á vf.is

„Þetta var gaman að skora eina mark leiksins. Það er ekki svo oft sem érg skora,“ sagði Hólmar Örn Rúnarsson, fyrirliði Keflavíkur en Keflvíkingar unnu gríðarlega dýrmætan sigur á Íslandsmeisturum FH í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi deildarinnar í knattspyrnu á Sparisjóðsvellinum í kvöld.

Fyrirliði Keflavíkur, Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið á 54. mínútu með skoti inn í teig af stuttu færi. Sigurmark Keflavíkur má sjá í myndbandi í Sjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is ásamt viðtölum við þá Kristján Guðmundsson, Hauk Inga Guðnason og Hólmar Örn Rúnarsson.

Ljósmyndirnar tóku Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Orri Pálsson. Páll Ketilsson sá um myndbandið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024