Video og ljósmyndasafn frá leik Keflavíkur og FH hér á vf.is
„Þetta var gaman að skora eina mark leiksins. Það er ekki svo oft sem érg skora,“ sagði Hólmar Örn Rúnarsson, fyrirliði Keflavíkur en Keflvíkingar unnu gríðarlega dýrmætan sigur á Íslandsmeisturum FH í lokaleik fyrstu umferðar Pepsi deildarinnar í knattspyrnu á Sparisjóðsvellinum í kvöld.
Fyrirliði Keflavíkur, Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið á 54. mínútu með skoti inn í teig af stuttu færi. Sigurmark Keflavíkur má sjá í myndbandi í Sjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is ásamt viðtölum við þá Kristján Guðmundsson, Hauk Inga Guðnason og Hólmar Örn Rúnarsson.
Ljósmyndirnar tóku Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Orri Pálsson. Páll Ketilsson sá um myndbandið.