Video: Kristján vill vera áfram í Keflavík
Ekki má lesa neitt annað út úr viðtali við Krsitján Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, annað en að hann vilji halda áfram með strákana sem hann hefur þjálfað síðustu fimm árin. Hann segist í samtali við Sjónvarp Víkurfrétta ætla að setjast niður og hugsa málið næstu daga og það ætli stjórn Keflavíkur einnig að gera. Hann segist muni sakna strákanna, fari hann frá Keflavík, enda hópurinn skemmtilegur og góður.
Ítarlegt viðtal við Kristján þjálfara er hægt að sjá í meðfylgjandi myndbandi.