Video: Geggjuð flautukarfa Loga - „þetta var svakalegt“
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson skoraði magnaða flautukörfu þegar 0,77 sekúndur voru til leikshlés í bikarleik Keflavíkur og Njarðvíkur í körfubolta á mánudagskvöld. Njarðvíkingar voru í stuði í fyrri hálfleik og þessi karfa landsliðskappans hleypti greinilega illu blóði í heimamenn sem tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik og tryggðu sér flottan sigur og áframhaldi í 16 liða úrslitin í Maltbikarnum.
En þessa klippu eiga þeir félagar Páll Kristinsson og Logi Gunnarsson. Geggjuð karfa eða eins og Falur Harðarson, annar lýsenda sagði m.a.: „þetta var svakalegt“.