Video: Fjórði bikartitill Grindvíkinga í húsi
Grindvíkingar fögnuðu góðum sigri á erkifjendum sínum í Keflavík í úrslitaleik Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í gær, 93-78. Þeir unnu þar með fjórða bikarmeistaratitilinn í sögu félagins, en þeir hafa aldrei tapað í bikarúrslitaleik.
Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og mátti oft litlu muna að syði uppúr. Leikurinn var jafn framan af, en Grindvíkingar náðu frumkvæðinu í lok fyrsta leikhluta og leiddu 26-17 þegar gengið var út í annan leikhluta. Þar tóku Grindvíkingar öll völd og skoruðu 29 stig gegn 17 þar sem þriggja stiga skyttur þeirra fóru á kostum. Helgi Jónas Guðfinnsson skoraði m.a. þrjár slíkar.
Keflvíkingar náðu aldrei að ógna sigrinum eftir það, en það næsta sem þeir komust var 10 stig, 73-83, í upphafi fjórða leikhluta.
Grindvíkingar fögnuðu ákaft í lok leiksins og var glæsileg mótttökuhátíð við Festi þegar hetjurnar skiluðu sér heim. Þeir komu að Festi í tveggja hæða rútu frá SBK og var fagnað fram á rauða nótt.
Myndskeið og viðtöl úr leiknum - Smellið hér