Video: Arnór aftur á skotskónum með landsliðinu
Skoraði mark Íslendinga í tapi gegn Dönum
Reykjanesbæingurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslendinga í 2-1 tapi gegn Dönum í vináttuleik í knattspyrnu sem fram fór í Danmörku í kvöld. Arnór kom inn sem varamaður í síðari hálfleik og var einn að fáum sprækum Íslendingum á vellinum. Hann skoraði markið á 90. mínútu eftir hornspyrnu með hnitmiðuðu skoti eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. (Markið kemur eftir 2:53 í myndbandinu).