Viðbót í þjálfarateymi Keflvíkinga
Sigmar Ingi Sigurðarson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari hjá Keflavík í knattspyrnu. Hann mun sjá um þjálfun markvarða hjá meistaraflokki og hjá 2. flokki karla og kvenna. Sigmar er 32 ára gamall og gekk til liðs við Keflavík frá Fram í sumar en hann hefur einnig leikið með Breiðablik, Haukum, ÍH og Hvöt.