Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Við þurfum að stíga hana út“
Föstudagur 21. október 2016 kl. 20:15

„Við þurfum að stíga hana út“

-Víkurfréttir ræddu við Emelíu og Björk um leikinn á morgun

Um helgina fer fram heil umferð í Dominos deild kvenna í körfubolta. Á morgun fær „spútnik“ lið Njarðvíkur granna sína frá Keflavík í heimsókn. Sá leikur hefst kl. 16:30 og á sunnudaginn heimsækir Grindavík Val en sá leikur hefst kl. 16:15.

Emelía Ósk Gunnarsdóttir, einn lykilleikmanna Keflavíkur segir þær þurfa að mæta með rétt hugarfar og spila sinn leik eins og þær hafa gert undanfarna leiki. „Njarðvík var vanmetið lið áður en tímabilið byrjaði en þær hafa sannað að þær eiga að vera i Úrvalsdeild. Við gerum ráð fyrir að þetta verði hörku leikur, eins og staðan er núna eru liðin jöfn. Okkar markmið er að mæta tilbúnar í leikinn og spila góða vörn,“ segir Emelía.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvernig ætlið þið að stöðva Tyson-Thomas?
„Þar sem hún skorar og frákastar mikið þá verðum við að spila okkar bestu vörn og stíga hana út,“ segir Emelía að lokum í samtali við Víkurfréttir.

 

Björk Gunnarsdóttir, leikstjórnandi Njarðvíkurliðsins er spennt að fá granna sína í heimsókn og segir að búast megi við hörkuleik og mikilli stemningu þar sem mikill rígur sé á milli liðanna. 

„Við erum virkilega spenntar að fá granna okkar í heimsókn á morgun. Þetta eru stelpur sem við þekkjum mjög vel og umgöngumst daglega en þrátt fyrir það er mikill rígur á milli liðanna og eigum við von á hörkuleik og mikilli stemningu. Grannaslagir eru ofast skemmtilegastir og hlökkum við til að bjóða Keflavíkurstelpunum í heimsókn í Ljónagryfjuna. Við í Njarðvík þurfum að koma í alla okkar leiki með baráttu og sanna okkur í hverjum einasta leik og sýna að við eigum heima í Dominos deildinni svo við munum skilja allt eftir á gólfinu á morgun,“ segir Björk að lokum.