Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Við ætlum okkur að vinna næsta leik“
Föstudagur 12. ágúst 2005 kl. 12:12

„Við ætlum okkur að vinna næsta leik“

„Þetta var mjög erfiður leikur, enda vel spilandi lið. Við fengum gott færi til að skora í fyrrihálfleik en náðum ekki að nýta það. Þeir pressuðu stíft og sóttu að markinu allan tímann og fengu margar hornspyrnur en Ómar fór hamförum í markinu og bjargaði okkur trekk í trekk” sagði markaskorari Keflvíkinga, Hörður Sveinsson í samtali við Víkurfréttir eftir 2-0 tapleik gegn Mainz í gærkvöldi. „Stemningin var brjáluð, hátt í 20.000 manns að horfa, maður fékk bara gæsahúð.”

Leikurinn fór hratt af stað og sóttu heimamenn vel að marki Keflvíkinga. Fyrsta markið kom á 11. mínútu er Benjamin Auer skoraði með skalla eftir sendingu af hægri kanti.  Leikmenn Mainz héldu áfram að sækja að marki Keflvíkinga, en gestirnir náðu ekki skoti á mark fyrr en 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þar var Guðmundur Steinarsson að verki en markmaður Mainz varði í stöng og út. Það var svo á 71. mínútu sem heimamenn fengu dæmda vítaspyrnu og Babatz, leikmaður Mainz skoraði af miklu öryggi.  Heimamenn héldu áfram að sækja en Ómar Jóannsson, stóð sig hetjulega í marki Keflvíkinga. Lokastaðan, 2-0.
„Við ætlum okkur að vinna næsta leik, vonumst eftir vondu veðri, aðstæðum  sem þeir eru óvanir” sagði Hörður að lokum.

Leikskipulag Keflavíkur í byrjun leiks var 4-4-1-1 og byrjunarliðið var skipað svona:

Ómar Jóhannsson

Michael Johansson
Baldur Sigurðsson
Guðmundur Mete
Issa Abdulkadir

Hólmar Örn Rúnarsson
Jónas Guðni Sævarsson
Kenneth Gustavsson
Símun Samuelsen

Guðmundur Steinarsson

Hörður Sveinsson

Næsti leikur gegn Mainz er 25. ágúst nk. á Laugardalsvelli.

VF-mynd/Úr seinni leik Keflavíkur gegn Etzella á Laugardalsvelli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024