Vetrarstarfið hjá Æskulýðsnefnd Mána
Vetrarstarfið hjá Æskulýðsnefnd Mána fór vel af stað í byrjun árs 2013.
Við vorum með leikjadag fyrir krakkana í byrjun febrúar og var mjög góð mæting krakkar á öllum aldri, farið var í fullt af skemmtilegum leikjum & krökkunum boðið upp á kökur & drykk .
Krökkunum skipt í lið og var keppni um hvaða lið gerði flottustu vofuna , mikið stuð var í reiðhöllinni.
Í byrjun mars var Smalamót fyrir krakkana pollaflokkar upp í unglingaflokk. Það voru tæplega 30 krakkar skráðir í mótið. Þetta var haldið inni í reiðhöll og var mótið hið glæsilegasta og stúkan full af áhorfendum.
Styrktaraðilar voru Ecco og Ellert Skúlason ehf.
Í lok mars vorum við með páskaleit & föndur inni í Reiðhöll Mánagrund. Við byrjuðum á að mála strákústa í boði var að mála litla & stóra kústa . Hátt í 40 börn tóku þátt í þessari uppákomu. Valið var svo flottasta kústinn og var það hún Klara Penalver sem hlaut risapáskaegg í verðlaun fyrir kústinn sinn sem var að sjálfsögðu í Mánalitunum.
Páskaleitin heppnaðist vel og gekk krökkunum vel að finna páskaegg bæði inni í reiðhöll & úti á hringvelli og var 1 páskaegg á mann nr.4-5.
Styrktaraðilar voru Nói Síríus, Nettó, Kaskó, ÁÁ Verktakar ehf., H.Helgason málningarþjónusta ehf. og Kostur Njarðvík.
Í byrjun apríl héldum við glæsilegt mót í Mánahöllinni fyrir krakkana, Töltmót Toyota í Reykjanesbæ.
Mótið var hið glæsilegasta í alla staði yfir 40 keppendur skráðir í mótið allt frá pollum upp í ungmennaflokk. Stúkan var full af áhorfendum.
Eftir mótið var pizzaveisla í boði Domino‘s og Diskótekið Ó Dollý hélt uppi stuðinu meðan á mótinu stóð og fram á kvöld.
Styrktaraðilar voru Toyota Reykajnesbæ og Dominos pizza.
Það er búið vera mikil gróska í starfinu í vetur, og gaman að sjá hvað hópurinn er orðin fjölmennur. Að sjálfsögðu er mikil vinna að baki að koma þessu heim og saman, en þar getum við þakkað frábæru fólki í hestamannafélaginu Mána, sem hafa verið boðin og búin að aðstoða okkur við hvert tækifæri, og eiga þau sérstakar þakkir fyrir það. Þökkum öllum þeim sem styrktu okkur. Síðast en ekki síst eru það krakkarnir sjálfir sem eru búnir að standa sig alveg frábærlega vel , fjölskyldur og vinir, það er ómetanlegt.
Starfið er enn í fullum gangi hjá hestamannafélaginu Mána, reiðnámskeið hafa notið mikilla vinsælda hjá krökkunum og auðvita líka hjá eldri kynslóðinni.
Opið íþróttamót Mána er næst á dagskrá 19 -21 apríl, þar sem öllum er opið að horfa á glæsilega keppni í hinum ýmsu greinum í hestamennskunni.
Í lokin viljum við benda á að æskulýðsnefnd Mána er á face-book, þar sem hægt er að skoða okkar starf og einnig er hægt að skoða síðu hjá hestamannafélaginu Mána, mani.is
Sér í lagi ef fólk er að hugsa um að demba sér í hestamennskuna, þá er vert að kynna sér hvað er í boði.
Enn og aftur viljum við þakka öllum sem tóku þátt í þessu með okkur, og að lokum viljum við þakka Víkurfréttum fyrir að koma þessu á framfæri.
Gleðilegt sumar.
Bestu kveðjur.
Æskulýðsnefnd Mána.