Verður taugatryllingur í Höllinni?
Keflavík og Haukar mætast í úrslitum Subway-bikars kvenna í körfuknattleik. Lesendur karfan.is spá flestir að Keflavík muni sigra í rimmunni en það er vitaskuld ekki sjálfgefið. Ef litið er til deildarviðureigna liðanna í vetur þá sigraði Keflavík í fyrri leik liðanna með aðeins einu stigi en leikurinn fór fram á Ásvöllum. Í seinni leiknum sigraði Keflavík afgerandi með 20 stiga mun á heimavelli.
Þessi lið mættust árið 2007 í einum þeim mest spennandi bikarúrslitaleik sem sögum fer af í kvennadeildinni en þar höfðu Haukar betur með aðeins einu stigi, 77 – 78. Óhætt er að segja að mikill taugatryllingur hafa ríkt í Höllinni daginn þann.
Jón Björn Ólafsson, körfuboltaspekúlant, spáir í spilin á karfan.is – sjá hér.
---
Mynd/www.karfan.is