Verður Keflavík Íslandsmeistari í kvöld?
Karlalið Keflavíkur í knattspyrnu gæti lent í þeirri óvenjulegri aðstöðu að verða Íslandsmeistari á miðri æfingu seinni partinn í dag. FH, sem er í öðru sæti Landsbankadeildarinnar, leikur gegn Breiðabliki á heimavelli sínum og verður að vinna leikinn til að halda lífi í titilvonum sínum. Nái FH ekki sigri, þá er Keflvík orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 35 ár.
Leikur FH og Breiðabliks hefst kl. 16:15 á Kaplakrikavelli, en Keflvíkingar munu halda á æfingu kl. 17:00.
Staðan í Landsbankadeildinni.
VF-MYND/Hilmar Bragi: Keflvíkingar gætu orðið Íslandsmeistarar á miðri æfingu.