Verður Keflavík bikarmeistari í dag?
Mynd/keflavik.is – Fulltrúar KR og Keflavíkur halda hér á hinum eftirsótta bikar. Hvort liðið mun hampa honum í dag?
Komið er að stóru stundinni í Subway-bikarkeppninni í dag þegar kvennalið Keflavíkur og KR mætast í úrslitaleiknum sem fram fer í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl. 14.
Síðast þegar liðin mættust sigraði KR með aðeins fjögurra stiga mun þannig að búast við hörku leik með tilheyrandi stemmningu í Höllinni í dag.
---