Verður Grindavík deildarmeistari í kvöld?
Síðustu leikirnir í Iceland Express deild karla á þessari leiktíð verða háðir í kvöld og þá kemur í ljós hvort Grindavík eða KR verða deildarmeistarar. Grindvíkingar mæta ÍR í Seljaskóla og KR heimsækir Snæfelli í Stykkishólmi. Með sigri getur Grindavík orðið deildarmeistari að því gefnu að KR tapi í Hólminum.
Keflvíkingar taka á móti Hamri í Toytotahöllini. Með sigri í leiknum tryggir Keflavík sér annað sætið í deildinni og miðað við fyrri viðureign liðanna er tölfræðin mjög hagstæð fyrir Keflavík.
Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.