Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Verðlaunaregn hjá ÍRB í Danmörku
Miðvikudagur 27. janúar 2016 kl. 09:29

Verðlaunaregn hjá ÍRB í Danmörku

Sunneva Dögg náði lágmörkum á Evrópumeistaramót

Sundlið ÍRB gerði góða ferð til Danmerkur á dögunum þar sem liðið vann til 17 verðlauna, þar af voru sex gullverðlaun. Um var að ræða sterkt sundmót sem haldið er í Lyngby í Danmörku.

Afar eftirtektarverður árangur hjá öflugu sundfólki sem stóð sig gríðar vel þrátt fyrir að vera í erfiðum æfingum. Núna eru sundmennirnir á fullu í ströngu undirbúningsferli fyrir Íslandsmótið í sundi sem fram fer í lok apríl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sundmenn ÍRB sem unnu til verðlauna voru: Sunneva Dögg Friðriksdóttir tvö gull, eitt silfur og eitt brons, Karen Mist Arngeirsdóttir, tvö gull og eitt brons, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, eitt gull og tvö silfur. Baldvin Sigmarsson eitt gull. Íris Ósk Hilmarsdóttir tvö brons. Diljá Rún Ívarsdóttir tvö brons og Þröstur Bjarnason tvö brons.

Jafnframt náði Sunneva Dögg Friðriksdóttir lágmörkum á Evrópumeistaramót unglinga í bæði 200 og 400m skriðsundi þegar hún sigraði í þeim greinum á frábærum tímum.