Vel heppnuð ferð til Sheffield hjá sundfólki ÍRB
Síðustu vikuna í janúar hélt sterkt lið 15 sundmanna frá ÍRB ásamt þremur starfsmönnum til Sheffield á Bretlandi til þess að keppa á Meistaramóti N-Bretlands (Great Britain Northern Region Championships). Ferðalagið á áfangastað gekk vel og skilaði vélin hópnum nánast upp að dyrum. Mótið var mjög sterkt og tilgangurinn með ferðinni var að gefa sundmönnunum ÍRB tækifæri til þess að keppa við öflugri sundmenn en þeir hafa áður gert og það er öruggt að því markmiði var náð. Hópurinn fór saman út að borða og slökuðu ferðalangar á með því að skoða sigum og kíkja aðeins í búðir í miðbæ Sheffield. Laugin var frábær og ÍRB-ingar voru sannarlega virkir þáttakendur í mótinu.
Þó keppnin væri hörð stóðu sundmenn sig vel og margir náðu í úrslit. Hér að neðan er samantekt yfir það helsta:
Sá sundmaður sem náði einna bestum árangri var Berglind Björgvinsdóttir. Hún náði í frábæru 200 m bringusundi í úrslitum þar sem hún bætti tíma sinn um eina sekúndu, tíma sem hún náði í riðlakeppninni en þar bætti hún sinn besta tíma um 4 sek. Berglind náði 4. sæti í keppninni og synti í tveimur úrslitum.
Flestum FINA stigum í Stúlknaflokki náði Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem bætti tíma sinn um 6,5 sekúndur og náði 658 FINA stigum. Flest FINA stig í Piltaflokki náði Kristófer Sigurðsson með ótrúlegu sundi í 400 m skriðsundi í riðlakeppninni. Kristófer synti jafn hratt allan tímann og bætti einnig tíma sinn um 6,5 sekúndur með 629 FINA stigum. Bæði náðu þau einnig í úrslit í einni grein.
Mótið var spennandi fyrir Írisi Ósk Hilmarsdóttur en hún bætti tvö ÍRB met í 100 m og 200 m baksundi og náði í úrslit í einni grein. Baldvin Sigmarsson synti líka í úrslitum í 400 m fjórsundi og bætti Keflavíkur og ÍRB met karla í sama sundi. Laufey Jóna Jónsdóttir og Svanfríður Steingrímsdóttir syntu báðar í tveimur úrslitum og bættu tíma sína mikið á mótinu.
Flestir sundmennn náðu 100% bestu tímum og bættu tíma sína mikið. Annað markmið á mótinu var að ná umreiknuðum tímum úr stuttri laug og tókst það hjá mörgum, hjá sumum í fyrsta sinn! Það er svo sannarlega skref í rétta átt. Þær Carla og Elsie eiga þakkir skilið en þær fylgdu liðinu sem nuddari og fararstjóri.