Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vel heppnað vinabæjarmót í Danmörku
Njarðvíkingar höfnuðu í þriðja sæti.
Föstudagur 27. júní 2014 kl. 10:46

Vel heppnað vinabæjarmót í Danmörku

Lið Reykjanesbæjar í 3. sæti

Stúlknalið Keflavíkur og strákalið Njarðvíkinga höfnuðu í þriðja sæti á vinabæjarmóti í knattspyrnu sem fram fór í Hjörring í Danmörku. Vinabæjarmótið hefur verið haldið frà àrinu 1973 en um er að ræða vinabæi Reykjanesbæjar á Norðurlöndum sem keppa innbyrðis í ýmsum íþróttum.

Að ári verður keppt í sundi í Kristiansand í Noregi en svo er komið að Reykjanesbæ árið 2016 en þá verður keppt í golfi á Hólmsvelli í Leiru.Vinabæir Reykjanesbæjar eru; Kerava í Finnlandi, Kristiansand í Noregi, Hjörring í Danmörku og Trollhattan í Svíþjóð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stúlkurnar frá Keflavík.