Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vel heppnað styrktargolfmót
Nokkrir þátttakenda.
Þriðjudagur 29. apríl 2014 kl. 08:54

Vel heppnað styrktargolfmót

Einn keppenda fór holu í höggi.

Texas Scramble styrktargolfmót fyrir meistaraflokk kvenna í knattspynu fór fram sl. laugardag á Húsatóftarvelli í Grindavík. Aðstæður voru mjög góðar til að iðka golf, flott veður en svolítið kaldur gustur sem golfararnir létu nú ekki á sig fá. Sólin mætti á svæðið og kylfingarnir fóru spenntir út á völl. Margt utanbæjarfólk kom á mótið sem talið er líklegt að muni leggja aftur leið sína til Grindavíkur í golf. 

Atli Már Grétarsson datt svo í lukkupottinn og fór holu í höggi á 15. holu sem er par 4 hola og 270 metra löng. Atli notaði „Driver“ til verksins en fimmtánda brautin er par 4.270 m. af gulum teigum.

Nánar um úrslit mótsins hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Atli Már Grétarsson, eftir að hafa farið holu í höggi.

Fallegt veður var á keppnisdaginn.