Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vel heppnað golflokahóf í Bláa lóninu
Þriðjudagur 26. júlí 2011 kl. 17:36

Vel heppnað golflokahóf í Bláa lóninu

Um 200 manns sóttu glæsilegt lokahóf Íslandsmótsins í höggleik í golfi sl. sunnudagskvöld eftir að leik lauk um kvöldmatarleytið á Hólmsvelli í Leiru.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í lokahófinu var verðlaunaafhening vegna þessa stærsta golfmóts ársins á Íslandi og nýir Íslandsmeistarar krýndir við lófaklapp. Jón Ásgeir Eyjólfssin, forseti Golfsambandsins og Sigurður Garðarsson, formaður Golfklúbbs Suðurnesja afhentu Íslandsmeisturunum, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR og Axel Bóassyni og kylfingum í næstu sætum á eftir þeim glæsileg verðlaun frá Arion banka og Bláa lóninu.

Gestir snæddu glæsilegan kvöldverð og þá skemmtu Eyjólfur Kristjánsson og hljómsveitin Valdimar gestum.

Mótið heppnaðist vel þrátt fyrir að vindurinn hafi verið að stríða kylfingum og áhorfendum seinni hluta móts. Umfang Íslandsmóts í höggleik hefur vaxið mikið á undanförnum árum en það kemur mikið til vegna skráningar á skori beint á netið og í beina útsendingu í sjónvarpi sem var laugardag og sunnudag á RÚV.

Að sögn Gylfa Kristinssonar, mótsstjóra gekk vel að manna þau fjölmörgu störf með sjálfboðavinnu félaga í Golfklúbbi Suðurnesja. Í lokahófinu þakkaði Sigurður Garðarsson, formaður GS hinum fjölmörgu aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum sem hjálpuðu til á margvíslegan hátt við framkvæmd mótsins.

Um tvöhundruð manns sóttu lokahófið í Lava sal Bláa lónsins.

Fjórar efstu konurnar, f.v. Tinna Jóhannsdottir, Ólafía Þ. Kristinsdóttir, Íslandsmeistari 2011, Signý Arnórsdóttir og Ingunn Gunnarsdóttir.

Fjórir efstu karlarnir, f.v. Kristján Þór Einarsson, Axel Bóasson, Íslandsmeistari 2011, Alfreð B. Kristinsson og Heiðar D. Bragason.

Gestir nutu góðrar skemmtunar og ljúffengs matar og drykkjar.

Prúðbúnir félagar úr Golfklúbbi Suðurnesja á lokahófinu.

Valdimar Guðmundsson og hljómsveit hans tók nokkur lög við góðar undirtektir.

Eyjólfur Kristjánsson, tónlistarmaður tók nokkur lög en Eyfi er snjall kylfingur.

Kjartan Már Kjartansson, veislustjóri kvöldsins með Íslandsbikarana og verðlaun kvöldsins í skemmtilegu umhverfi Lava salarins.