Vel heppnað Bocciamót
- í Íþróttamiðstöð Sandgerðis.
Bocciamót var haldið um helgina í Íþróttamiðstöð Sandgerðis. Alls kepptu átta lið, þar af fjögur lið frá Miðhúsum og nokkur óreynd lið sem skipuð voru kennurum Grunnskólans í Sandgerði, nemendum grunnskólans, Lionsmönnum og starfsfólki á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar. Mótið var skipulagt og haldið af meðlimum Lionsklúbbs Sandgerðis. Fór það vel fram og virtust þátttakendur ánægðir með framtakið.
Sigur úr býtum bar lið úr Miðhúsum skipað þeim Högna Jenssyni, Valdimar Einarssyni og Sigurði Eiríkssyni. Silfrið vann einnig lið frá Miðhúsum skipað þeim Lydíu Egilsdóttur, Ásu Arnlaugsdóttur og Ósk Valdimarsdóttur. Bronsið fór til liðs frá Lionsklúbbnum sem þeir Björn Maronsson, Eðvarð Ólafsson og Sigurður Guðjónsson skipuðu.
Silfurverðlaunahafarnir.
Bronsverðlaunahafarnir.
Allir þátttakendurnir.