Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 18. maí 2003 kl. 23:42

Vel fylgst með Lee Sharpe

Allra augu voru á nýjasta leikmanni Grindavíkur, hinum enska Lee Sharpe, í leik Grindavíkur og Vals í Landsbankadeildinni í dag. Ljósmyndarar allra helstu prentmiðla landsins voru með sínar stærstu linsur á kappanum, auk þess sem þekktur enskur sjónvarpsþáttur var með upptökulið á svæðinu til að fylgjast með kappanum. Sjónvarpsmennirnir ensku, sem eru að gera þátt fyrir Football Weekly, hafa fylgt Lee Sharpe síðustu daga.Meðal annars fóru þeir með honum í golf nú fyrir helgina, svo eitthvað sé nefnt. Grindavíkurliðið má búast við því að vera eitthvað í bresku pressunni þetta sumarið, því Lee Sharpe nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu og nokkuð hefur verið fjallað um Íslandsdvöl kappans.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024