Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 15:09

VEISLA HJÁ DAMON Á ÍSAFIRÐI

Veisla hjá Damon á Ísafirði Áður en fólk var alveg búið að átta sig á afreki Páls í Valsheimilinu lögðu Keflvíkingar í óvissuferð á Ísafjörð. Þeir voru án Fals Harðarsonar sem fékk frí af persónulegum ástæðum en sigruðu samt örugglega 88-111 í leik þar sem Damon Johnson skoraði fleiri stig en margir minni spámenn skora á heilu tímabili eða 62 samtals. Það var ekki allt því hann skoraði úr 14/18 þriggja stiga skotum og 25 stig í röð í upphafi seinni hálfleik. ,,Þetta var bara einn af þessum dögum. Ísfirðingar gerðu engar breytingar á varnarleiknum þrátt fyrir að ég byrjaði afar vel, bökkuðu of langt frá mér og ég hélt bara áfram að skjóta og skora. Ég skil eiginlega ekki hvað fyrir þeim vakti en hvað sem það var þá gekk það engan veginn upp að þessu sinni. Þetta var alveg einstakt og ég hef aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik. Það væri gaman að detta í svona ham fyrir framan okkar áhorfendur“, sagði Damon í samtali við blaðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024