Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Veik von um sæti í Pepsi-deild eftir enn eitt jafnteflið
Þriðjudagur 16. ágúst 2016 kl. 21:04

Veik von um sæti í Pepsi-deild eftir enn eitt jafnteflið

„Við gefumst aldrei upp“ segir Keflvíkingurinn Jónas Guðni

Keflvíkingar eru nú átta stigum frá Grindvíkingum á toppnum í 1. deild eftir markalaust jafntefli gegn KA á heimavelli. Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í leiknum og áttu betri færi. Þó verður að segjast að Keflvíkingar voru ekki nógu ógnvekjandi fyrir framan mark Akureyringa.

Keflvíkingar börðust vel og voru öruggir í sínum aðgerðum en þeir voru ekki nógu beittir á síðasta þriðjungi vallarins og oftast áttu stórir miðverðir KA ekki í vandræðum með að koma boltanum burtu. KA-menn virtust sáttir með jafntefli og reyndu að halda fengnum hlut allt frá upphafi leiks. Þessi leikur kemst ekki í sögubækunar fyrir skemmtun, en baráttan var sannarlega til staðar, mikið um skallaeinvígi og harðar tæklingar. Það var þó allt og sumt og því tókst hvorugu liðinu að skora.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég gefst aldrei upp, það er bara þannig. Ef við eigum að vera raunsæir þá er staðan ofboðslega erfið. Gamla klisjan á við að taka einn leik í einu og sjá hverju það skilar okkur, en staðan er erfið,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson Keflvíkingur í leikslok. „Við erum auðvitað aldrei að fara að gefast upp. Við erum í fótbolta og vitum að það getur allt gerst,“ en viðtal við Jónas og Guðjón Árna má sjá hér að neðan.