Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Vegleg peningaverðlaun í boði á Stjörnuleiknum
Miðvikudagur 16. janúar 2008 kl. 20:50

Vegleg peningaverðlaun í boði á Stjörnuleiknum

Körfuknattleikssamband Íslands gaf nýverið út að Stjörnuleikurinn yrði með breyttu fyrirkomulagi í ár eins og þegar hefur komið fram hér á vf.is

 

Fyrir lá að leggja niður þriggjastiga- og troðslukeppnina en KKÍ barst fjöldi áskorana um að fella ekki niður troðslukeppnina en hún var sett út af dagskrá þar sem erfitt hefur reynst á síðustu árum að fá aðila til að taka þátt í troðslukeppninni.

 

Vegna fjölda áskoranna er troðslukeppnin komin aftur á dagskrá og ákveðið hefur verið að veita 100.000 kr,- peningaverðlaun fyrir sigurvegarann í troðslukeppninni.

 

Hægt er að skrá sig í troðslukeppni Stjörnuleiksins með að skrá sig á netfanginu [email protected]

 

Háloftafuglar Íslands ættu því að reima á sig skóna og gerast frumlegir framan við hringinn og sýna listir sínar.

 

VF-Mynd/ [email protected]Bandaríkjamaðurinn Kevin Sowell hafði sigur í troðslukeppninni í fyrra en hann lék þá með Þór Akureyri. Með Sowell á myndinni er Hannes S. Jónsson formaður KKÍ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024