VefTV: Þröstur svífur á Akureyri
Fimm Suðurnesjamenn á leið í úrvalsdeild með Þór
Suðurnesjamennirnir í körfuboltaliði Þórs hafa heldur betur látið að sér kveða í vetur en liðið vann sér sæti í úrvalsdeild á dögunum. Grindvíkingurinn Jón Ágúst Eyjólfsson og Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson áttu ein af tilþrifum ársins í 1. deildinni þar sem boðið var upp á eina viðstöðulausa troðslu (alley-oop) af dýrari gerðinni. Myndband af loftfimleikum Þrastar má sjá hér að neðan.
Í liðinu eru fimm Suðurnesjamenn, þeir Ragnar Helgi Friðriksson, Þröstur Leó Jóhannsson, Einar Ómar Eyjólfsson, Jón Ágúst Eyjólfsson og Elías Kristjánsson.