RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

VefTV: Þröstur svífur á Akureyri
Ragnar Helgi Friðriksson, Arnór Jónsson, Þröstur Leó Jóhannsson, Einar Ómar Eyjólfsson, Jón Ágúst Eyjólfsson og Elías Kristjánsson.
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 11:02

VefTV: Þröstur svífur á Akureyri

Fimm Suðurnesjamenn á leið í úrvalsdeild með Þór

Suðurnesjamennirnir í körfuboltaliði Þórs hafa heldur betur látið að sér kveða í vetur en liðið vann sér sæti í úrvalsdeild á dögunum. Grindvíkingurinn Jón Ágúst Eyjólfsson og Keflvíkingurinn Þröstur Leó Jóhannsson áttu ein af tilþrifum ársins í 1. deildinni þar sem boðið var upp á eina viðstöðulausa troðslu (alley-oop) af dýrari gerðinni. Myndband af loftfimleikum Þrastar má sjá hér að neðan.

Í liðinu eru fimm Suðurnesjamenn, þeir Ragnar Helgi Friðriksson, Þröstur Leó Jóhannsson, Einar Ómar Eyjólfsson, Jón Ágúst Eyjólfsson og Elías Kristjánsson.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025