Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

VefTV: Svona varð Grindavík Íslandsmeistari í körfuknattleik
Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, var greinilega sáttur með að halda á Íslandsmeistaratitli Grindavíkur. VF-Myndir/Páll Orri
Fimmtudagur 2. maí 2013 kl. 12:47

VefTV: Svona varð Grindavík Íslandsmeistari í körfuknattleik

- Myndband frá því þegar Grindavík tryggði sér Íslandsmeistaraitilinn

Grindvíkingar urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik síðastliðinn sunnudag eftir sigur gegn Stjörnunni í oddaleik. Vel var fagnað í Röstinni eftir að sigurinn var í höfn en þetta er í þriðja sinn sem Grindavík verður Íslandsmeistari í karlaflokki og í annað sinn á tveimur árum.

Myndatökumaður Víkurfrétta tók upp svipmyndir frá leiknum og fögnuði Grindvíkinga í leikslok. Gula sigurgleðin í Grindavík var svo sannarlega ósvikin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Stuðningsmenn Grindavíkur fögnuðu vel og innilega í leikslok.


Það leið næstum því yfir Ólaf Ólafsson eftir að titilinn var í höfn.


Ungi drengurinn hans Aaron Broussard stendur við bikarinn sem pabbi fékk fyrir að vera valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Kannski er þarna á ferðinni framtíðarleikmaður Grindavíkur?