VefTV: „Stundum verður að spila fyrir áhorfendur“
Haraldur Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga í spjalli
Haraldur Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga var sáttu við úrslitin gegn Skagamönnum þrátt fyrir að hann hefði kosið að gestirnir hefðu mátt skora færri mörk. Leikurinn endaði með 5-4 sigri Keflvíkinga. Haraldur var sáttur við baráttuna í sínum mönnum en Skagamenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda í leiknum.
Fyrirliðinn er nokkuð brattur varðandi framhaldið en þeir þrír leikir sem eru framundan eru allir erfiðir að hans mati. Viðtal við Harald má sjá hér að neðan.