Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VefTV: „Náðum takmarkinu okkar, 1-0,“ sagði Magnús
Laugardagur 19. mars 2011 kl. 13:48

VefTV: „Náðum takmarkinu okkar, 1-0,“ sagði Magnús

Keflavík sigraði ÍR 115-93 í fyrsta leik liðanna í 8 liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í kvöld. Þeir eru því komnir með annan fótinn í undanúrslitin en Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, var ekkert hæst ánægður með sína menn.

„Við vorum ekki að gera það í vörninni sem við lögðum upp með og fengu þeir að skora alltof mörg stig hérna í kvöld. 93 stig er ekki boðlegt á heimavelli,“ sagði Guðjón. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga og vinnum að á morgun og sunnudag. Mætum svo ferskir í Seljaskóla á mánudag.“

Magnús Þór Gunnarsson var sáttur með sigurinn en sagði einnig vörnina lélega. „Það er ekki í boði fyrir liðin sem koma hérna í heimsókn að skora 93 stig. Alltof mörg stig.“ sagði Magnús „En þetta var takmarkið okkar að ná 1-0 forskoti, sem við gerðum og er ég sáttur með það.“

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024