VefTV: Montrétturinn skiptir öllu máli
Hvað gerir rimmurnar í Reykjanesbæ svona sérstakar?
Viðureignir Keflavíkur og Njarðvíkur í körfuboltanum eru rómaðar um land allt sem einn af áhugaverðari íþróttaviðburðum landsins ár hvert. Hvað gerir þessar rimmur svona merkilegar og af hverju er þessi rígur á milli liðanna?
Falur Harðarson fyrrum leikmaður og þjálfari Keflavíkur heldur því fram að montrétturinn sem fylgi því að sigra í þessum slag skipti öllu máli. Hann telur einnig að liðin væru ekki eins góð ef þau hefðu ekki hvort annað til þess að metast og keppast við.
Gunnar Örlygsson fyrrum leikmaður Njarðvíkur og núverandi formaður segir að þessir leikir séu engum öðrum líkir og eftir þeim sé beðið allan veturinn. „Gæðin eru í Reykjanesbæ í körfuboltanum, það er enginn vafi á því,“ segir Gunnar.
Eyþór Sæmundsson blaðamaður Víkurfrétta fangaði andrúmsloftið á síðasta leik liðanna sem fram fór í Keflavík á dögunum. Þar má sjá alla umgjörð í kringum leikinn, undirbúning leikmanna og stemninguna í stúkunni og á bekkjum liðanna. Innslagið var sýnt í síðasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta en þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan. Innslagið eitt og sér má sjá hér efst í fréttinni.
Tengd frétt: Svipmyndir úr Sláturhúsinu