Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VefTV: Magnús skoraði glæsimark og bjargaði öðru stiginu fyrir Keflavík
Mánudagur 21. júní 2010 kl. 22:16

VefTV: Magnús skoraði glæsimark og bjargaði öðru stiginu fyrir Keflavík

Magnús Sverrir Þorsteinsson var bjargvættur Keflvíkinga þegar liðið mætti Fram í Pepsi deildinni í knattspyrnu á Njarðtaksvellinum í Njarðvík í kvöld. Lokatölur urðu 1:1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framarar mættu sjóðheitir til leiks og yfirspiluðu heimamenn fyrstu tuttugu mínúturnar. Það fór um áhagendur Keflavíkur þegar Fram skoraði fyrsta markið sem kom eftir aukaspyrnu strax á 3. mínútu. Kristján Hauksson skallaði boltann í net Keflavíkur og markið eins og köld vatnsgusa framan í Keflvíkinga sem voru lengi að ná sér eftir markið. Framarar áttu hættulegar sóknir og heimamenn vöknuðu ekki til lífsins fyrr en um miðjan hálfleikinn. Þeim tókst þó ekki að skapa sér nein færi í hálfleiknum.
Keflvíkingar voru hressari í síðari hálfleik og sóttu meira en Framarar voru líka hættulegir í sóknaraðgerðum sínum. Leikurinn var nokkuð hraður en á 64. mín. vildu heimamenn fá víti og töldu að boltinn hefði farið í hönd eins varnarmanns Fram í teignum. Á 74. mínútu báru sóknaraðgerðir Keflvíkingar loks árangur. Hólmar Rúnarsson sótti upp vinstra megin rétt innan vítateigs, gaf fyrir og boltinn fór framhjá marki og út í teiginn. Þar kom Magnús Þórir Matthíasson og náðu honum, gaf honum á nafna sinn Þorsteinsson sem skoraði glæsilega með vinstra fæti, óverjandi fyrir markvörð Fram.
Bæði lið áttu hættulegar sóknir. Bjarni Hólm fékk til dæmis boltann inni í markteig Fram eftir hornspyrnu en náði ekki að koma skoti að markinu og Framarar hreinsuðu frá. Fleiri slík færi mátti sjá á báða bóga.
Lokatölur 1:1 og verða að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.
„Framarar kýldu okkur kalda á upphafsmínútunum og við vorum lengi í gang eftir það en ég er stoltur að strákunum. Þeir komu sér inn í leikinn og áttu möguleika á að taka öll stigin,“ sagði Willum eftir leikinn.