VefTV: Kampavínsbað hjá Keflvíkingum
Magnús Gunnarsson var jafnvel á því að þetta væri besti bikarúrslitaleikur sem hann hefði upplifað á ferlinum er Víkurfréttir náðu tali af honum að loknum leik Keflvíkinga og Tindastóls sem fram fór á laugardag. Magnús var ánægður með stuðningsmenn Keflvíkinga og sagði að hann hefði aldrei efast um sigurinn þó svo að Stólarnir hefðu náð að narta í hæla Keflvíkinga undir lokin.
Charles Parker fór hamförum í leiknum og hann kann greinilega vel við sig í mikilli stemningu sem gefur góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina hjá Keflvíkingum. Viðtöl við þessa kappa og fögnuð í búningklefa Keflvíkinga má sjá í myndskeiðinu.