VefTV: Hvað vita þjálfararnir um körfubolta?
Rimman um Reykjanesbæ - Teitur gegn Jonna
Í kvöld eigast við erkifjendurnir Njarðvík og Keflavík í Domino’s deild karla í körfubolta. Leikmenn munu þar líklega berjst til síðasta svitadropa enda heiðurinn að veði. Þjálfarar verða einnig í eldlínunni í Ljónagryfjunni en hjá báðum liðum eru þungavigtarmenn í brúnni. Aðstoðarþjálfarar liðanna eru þeir Jón Norðdal Hafsteinsson hjá Keflavík og Teitur Örlygsson hjá Njarðvík. Sem leikmenn tóku þeir þátt í fjölda leikja milli þessara liða enda léku þeir báðir aðeins fyrir uppeldisfélagið á farsælum ferli. Við ákváðum að leggja nokkrar spurningar fyrir kappana um sögu þessara tveggja risa í körfuboltanum á Íslandi.
Sjá má myndband af viðureign félagana hér að neðan en svörin má finna neðar á síðunni.
Rétt svör:
- Sverrir Þór Sverrisson, Þorsteinn Bjarnason
- Guðmundur Jónsson, Valur Orri Valsson og Snorri Hrafnkelsson.
- 2006 gegn Skallagrími.
- 2008 gegn Snæfellingum.
- Sigurður Ingimundarson og Gunnar Þorvarðarson.
- Dustin Salisbery.
- William Thomas Graves VI.
- Birgir Örn Birgisson.
- Keflvíkingar urðu meistarar árið 1999 eftir 3-2 rimmu. Njarðvíkingar unnu svo 3-0 árið 2002.
- Valur Orri Valsson, 14 ára gamall lék hann í efstu deild með Njarðvík.
- Níu sinnum.
- Þrettán sinnum.
- 1981.
- 1967.
- Samfylkingunni og óháðum.
- Egils kristal.
- Teitur spyr: Tíu sinnum.
- Jonni Spyr: Númer sjö.
- Bónus spurning: Teitur með 2,48. Jonni stal 2,43 boltum í leik það tímabilið.