Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

VefTV: Guðjón Árni leikur með Keflvíkingum
Guðjón og Þorsteinn Magnússon hjá Keflavík handsala samninginn.
Laugardagur 8. nóvember 2014 kl. 13:38

VefTV: Guðjón Árni leikur með Keflvíkingum

- Var næstum hættur í fótbolta á tímabili

Bakvörðurinn sterki Guðjón Árni Antoníusson mun leika með Keflvíkingum næstu tvö árin. Gengið var frá samningum þess efnis í dag. Guðjón sem lék með FH undanfarin ár mun auk þess sjá um að halda Keflvíkingum við efnið í líkamsræktinni, en hann verður styktarþjálfari liðsins. 

Guðjón sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hafi átt fremur erfitt með að taka ákvörðun en FH-ingar vildu ólmir halda honum í Kaplakrika. Hann kveðst þó sáttur við að vera kominn á heimaslóðir og segir bjart framundan hjá Keflvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðtal við Guðjón hér að neðan.