VefTV: Grindvíkingar „stálu“ titlinum af KR
Grindvíkingar héldu lokahóf sitt í körfuboltanum um helgina með glæsibrag. Karlalið félagsins tapaði sem kunnugt er í úrslitum gegn KR á dögunum eftir að hafa haft Íslandsmeistaratitilinn í sinni vörslu undanfarin tvö ár. Það hugnaðist framkvæmdastjóra KKD Grindavíkur, Jóni Gauta Guðbjartssyni alls ekki og ákvað hann því að taka til sinna ráða. Hann ásamt Agli Birgissyni fóru á stúfana og reyndu þeir að hafa upp á bikarnum í þeirri von um að fá hann „lánaðan“ í smástund. Gerðu þeir félagar svo stórskemmtilegt myndband frá ævintýrum sínum sem sjá má hér að neðan.