VefTV: Frábær sprettur hjá Arnóri
Keflvíkingurinn Unnar Már Æfir með Norrköping
Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason lagði upp sigurmark Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni nú um helgina. Arnór átti þá frábæran sprett upp vinstri kantinn þar sem hann renndi boltanum fyrir samherja sinn í markteignum. Sá náði með herkjum að koma boltanum yfir línuna eftir frábæran undirbúning Arnórs. Markið má sjá hér.
Keflvíkingurinn Unnar Már Unnarsson er staddur hjá Arnóri þessa dagana þar sem hann æfir með liði Norrköping. Umboðsmaður Arnórs kom því í kring að varnarmaðurinn sterki fengi að spreyta sig hjá liði Arnórs, en þeir Unnar eru frændur og nánir vinir. Unnar fékk tækifæri með Keflvíkingum í sumar og lék 13 leiki með liðinu í deild og bikar.