VefTV: Fjórða umferð Íslandsmótsins í Motocrossi haldin í Sólbrekkubraut
Nú um helgina var fjórða og næstsíðasta umferð Íslandsmótsins í Motocrossi haldin í Sólbrekkubraut við Grindavíkurafleggjara. 120 keppendur voru skráðir til leiks og mikill fjöldi áhorfenda mætti á svæðið til að hvetja keppendur. Það var Einar Sigurðarson sem bar sigur úr býtum í MX1 flokki og er hann efstur í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Suðurnesjamaðurinn Aron Ómarsson var í toppbaráttunni um helgina og sýndi mikil tilþrif í Sólbrekku. Hann endaði þriðji í keppni helgarinnar en er í harðri keppni um annað sætið í Íslandsmótinu og á jafnvel enn möguleika á tiltlinum eftirsótta. Í VefTV má finna myndband frá keppni helgarinnar þar sem sjá má tilþrif Arons og viðtal við hann, ásamt svipmyndum frá mótinu.
Vf-mynd: Magnús Sveinn.